Viðskiptaskilmálar
Almennir viðskiptaskilmálar
Afgreiðslufrestur
Vörur sem pantaðar eru í vefverslun á heimasíðu Heilsuhraðbrautar eru afgreiddar innan þriggja daga að öllu jöfnu.
Lagerstaða á vefnum; Ef vara er uppseld kemur það fram á vörusíðunni. Stundum getur komið fyrir að vara selst upp áður en vefverslunin er uppfærð. Ef það gerist, munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.
Afhending
Vörur sem pantaðar eru í vefverslun er hægt að fá sendar með Íslandspósti, eða sækja eftir samkomulagi án endurgjalds. Hægt er að sækja vörur í Mýrartún 20, 600 Akureyri.
Sendingarkostnaður innanlands er 1.500 kr.
Greiðslur og öryggi við pantanir – Dulkóðun
Hægt er að greiða pantanir með greiðslukorti gegnum greiðsluþjónustu Rapyd. Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Allar viðkvæmar upplýsingar, s.s. kreditkortanúmer, sem gefnar eru upp við pöntun á vef Heilsuhraðbrautar eru dulkóðaðar áður en þær eru sendar til okkar til að tryggja að óviðkomandi aðilar geta ekki komist yfir upplýsingarnar.
Einnig er hægt er að millifæra beint: Banki: 0302-26-131287 // Kennitala: 131287-3489 – Vinsamlegast sendið tilkynningu á heilsuhradbraut@gmail.com þegar millifærsla hefur verið framkvæmd.
Pöntun er ekki afgreidd fyrr en staðfesting um greiðslu hefur borist í tölvupósti.
Skilaréttur
Samkvæmt lögum nr. 46/200 um húsgöngu- og fjarsölusamninga getur neytandi fallið frá samningi um kaup á vöru yfir netið innan 14 daga frá pöntun með skriflegri yfirlýsingu sendri með tölvupósti á: heilsuhradbraut@gmail.com.
Ónotaðri vöru í upprunalegum umbúðum má skila gegn endurgreiðslu innan 14 daga. Þó er sendingarkostnaður ekki endurgreiddur nema um galla í vöru sé að ræða.
Fyrirvari
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.
Öll verð á heimasíðunni geta breyst án fyrirvara en við gerum okkar besta til að leggja fram réttar, uppfærðar upplýsingar, þá gæti komið fyrir að vara á vefnum er ekki með nýjustu upplýsingar. Ef það gerist að vara er sýnd með röngu verði, mynd, eða upplýsingum, þá getur Heilsuhraðbraut neitað að afgreiða vöruna eða fellt pöntunina niður.
Skilmálarnir teljast samþykktir af hálfu viðskiptavinar þegar viðskipti hafa átt sér stað á milli kaupanda og seljanda.